Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Keilir í kuldanum í nýjum fjárlögum
  • Keilir í kuldanum í nýjum fjárlögum
    Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar.
Miðvikudagur 17. september 2014 kl. 14:26

Keilir í kuldanum í nýjum fjárlögum

Bifröst fékk 160 milljónir vegna „Nám er vinnandi vegur“

Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi bar upp spurningar um verkefnið Nám er vinnandi vegur á Alþingi í dag. Þar furðar hann sig á vinnubrögðum ríkisstjórnar við styrkveitingar í verkefninu. Keilir á Ásbrú sendi inn umsókn samkvæmt auglýsingu. Skólinn átti svo að mæta á fund hjá menntamálaráðuneytinu, en þeim fundi var frestað. Þetta var í nóvember á síðasta ári. Leið og beið í málinu og Keilismenn heyrðu ekkert. Síðan kemur það upp úr krafsinu í nýju fjárlögunum að Bifröst hafði hlotið styrkinn upp á 160 milljónir.

Bifröst ekki á lista umsækjenda

„Niðurstaðan í fjárlögunum er síðan sú að Háskólinn á Bifröst fær alla úthlutunina, 160 millj. kr. Mig langar bara til að vita hvers vegna það er. Hvers vegna fer þetta allt á einn stað og hvers vegna var ekki haft samband við aðrar stofnanir? Eftir því sem mínar heimildir segja var Bifröst ekki einu sinni á lista þeirra sem voru að sækja um eða sendu inn hugmyndir,“ segir þingmaðurinn í fyrirspurn til ráðherra um fjárlögin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra svaraði Páli á þá leið að skipaður hafi verið starfshópur um verkefnið sem hafi svo ákveðið hvernig þessum fjármunum skyldi varið. „Ég var reyndar ekki sáttur við þá aðferðafræði sem þar var lögð til grundvallar og tel að þessir fjármunir hafi ekki nýst nægilega vel. Síðan var skipaður starfshópur þar sem komu að aðilar frá atvinnulífinu, verkalýðshreyfingunni o.s.frv. sem unnu að því að útfæra það hvernig þessum fjármunum var varið. Ég get ekki á þessari stundu tjáð mig nákvæmar um þetta en ef þingmaðurinn óskar þess þá get ég skoðað það alveg sérstaklega,“ sagði ráðherra við spurningum Páls.

Nám er vinnandi vegur er samstarfsverkefni fyrri ríkisstjórnar við aðila vinnumarkaðarins um átak á sviði vinnumarkaðsaðgerða og eflingu menntunar í samræmi við tillögur samráðshóps um vinnumarkaðsmál. Vinnumálastofnun sá um framkvæmd verkefnisins gagnvart atvinnuleitendum. Vinnumálastofnun sá um framkvæmd verkefnisins gagnvart atvinnuleitendum. Í tölum frá Menntamálaráðuneytinu kemur fram að af þeim atvinnuleitendum sem gert hafa námssamning eru 242 manns búsettir á landsbyggðinni. Tæplega helmingur af þeim, eða 103 manns eru með lögheimili á Suðurnesjunum.