Keilir hefur útskrifað 724 nemendur
Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, hefur útskrifað samtals 724 nemendur á innan við fjórum árum. Í gær voru útskrifaðir um 100 nemendur frá skólanum. Þeir sem voru útskrifaðir í gær voru atvinnuflugmenn og flugumferðarstjórar.
Einnig voru útskrifaðir nemendur Háskólabrúar fjarnáms. Það voru nemendur félagsvísinda- og lagadeildar, hugvísindadeildar, viðskipta- og hagfræðideildar og verk- og raunvísindadeildar. Veitt voru verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og tónlistarmaðurinn Jógvan Hansen söng við undirleik Vignis Þórs Stefánssonar á píanó.
Það kom síðan í hlut Snjólaugar Guðrúnar Jóhannesdóttur úr félagsvísinda- og lagadeild að flytja ræðu útskrifarnema. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi við útskriftina í gær sem fram fór í Andrews-leikhúsi.
Nánar um útskriftina í Víkurfréttum næsta fimmtudag.