Keilir hefur nám í flugvirkjun
Air Service Training (Engineering) í Skotlandi í samstarfi við Keili bjóða upp á tveggja ára flugvirkjanám sem fer fram hjá Keili á Ásbrú. Air Service Training (AST), er hluti af University of Highlands and Islands í Perth í Skotlandi og hefur flugvirkjun verið starfrækt þar í 79 ár.
Nánari upplýsingar um námið, svo sem inntökuskilyrði, verð og upphafstíma náms er að finna á heimasíðu Flugakademíu Keilis. Einnig má nálgast nánari upplýsingar um flugvirkjanámið á heimasíðu AST og University of Highlands and Islands.
Umsóknarfrestur er til 1. mars 2013 fyrir nám sem hefst 4. apríl 2013. Nám hjá AST er samþykkt af LÍN og hafa íslenskir nemendur lokið námi þaðan í gegnum tíðina og fengið nám sitt fjármagnað með lánum frá LÍN.