Keilir fær styrk úr Orkusjóði
Orku- og tækniskóli Keilis hlaut á dögunum styrk til að kortleggja hvaða tækifæri landsmönnum bjóðast í virkjun umhverfisins.
Í verkefninu verður gerð skrá um alla sem bjóða tækniþjónustu fyrir smærri notendur við orkuöflun og orkunýtni í nánasta umhverfi, og einnig um þá sem nú þegar nýta slíka tækni, svo sem varmadælur, smávirkjanir, mentanvinnsluvélar, sólarsellur og vindmyllur. Aðgangur almennings að gagnagrunni með þessum upplýsingum á að auðvelda þeim valið sem huga að nýjum, hagkvæmari og vistvænni orkulausnum í naánsta umhverfi sínu.