Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keflvískur flugstjóri í gosleiðangri Landhelgisgæslunnar
Sunnudagur 21. mars 2010 kl. 13:36

Keflvískur flugstjóri í gosleiðangri Landhelgisgæslunnar

Keflvíkingurinn Þórarinn Ingi Ingason var flugstjóri á þyrlu Landhelgisgæslunnar sem fór í nótt austur að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Þyrlan hreppti vonskuveður á leiðinni austur en Þórarinn þurfti að fara heldur óhefðbundna leið í leiðangri sínum í nótt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þyrlan fór í loftið í Reykjavík kl. 01:41. Vegna hugsanlegrar ösku var farið að Krísuvík og þaðan flogið til suðurs og 10 sjómílur suður fyrir Surtsey. þaðan haldið austur að Eyjafjallajökli og þar til norðurs. Á þessari leið var vonskuveður og sóttist ferðin hægt.


Þegar komið var nær landi var klifrað í 7000 fet og blasti þá eldstöðin við. Flogið var í hringi að sunnan og austanverðu við gosið. Náðist að staðsetja gosið að nokkru leiti í leiðangrinum.


Gosið er í norðanverðum Fimmvörðuhálsi á sprungu sem er um 500-1000 metrar að lengd og liggur til NA-SV, sáust 15 strókar en ekki sást hvort eitthvað hraun rann frá þeim. Ekki leit út fyrir að neitt gos væri undir jökli en ekki var hægt að útiloka það í fer næturinnar.


Eftir þetta var haldið til Vestmannaeyja til eldsneytistöku. Þaðan var haldið um Krísuvík til Reykjavíkur. Lent var í Reykjavík kl. 06:01.


Myndir af vef Landhelgisgæslunnar.