Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 25. mars 1999 kl. 21:37

KEFLVÍKINGUR HANNAÐI LÍFLÍNU FYRIR SMÁBÁTASJÓMENN

Keflvíkingurinn, Bjarni Ísleifsson, vélfræðingur hjá Hitaveitu Suðurnesja og fyrrverandi sjómaður,Marco Mintchev, iðnhönnuður og unnu í hugmyndasamkeppni Slysavarnafélags Íslands um líflínu fyrir smábátasjómenn. Formleg afhending verðlaunana sem voru kr. 400.000.- fór fram í byrjun mars. Niðurstaðan var samdóma álit dómnefndar en hana skipuðu: Jón Guðbjartsson, formaður frá Slysavarnafélagi Íslands, Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda og Árni Friðriksson frá Siglingastofnun. Samkeppnin var haldin í tilefni 70 ára afmælis Slysavarnafélags Íslands á sl. ári og var markmiðið með henni að hanna öryggisbúnað í báta þar sem einn maður er um borð. Í auglýsingu á samkeppninni kom fram að líflínan skal vera tenging milli sjómanns og ádrepara á vél. Falli hann fyrir borð dragist línan takmarkað út, svo hann reki ekki langt frá bátnum, og búnaður fer í gang sem stöðvar vél bátsins. Jafnframt þessu var lögð á það rík áhersla að búnaðurinn verði þæilegur í notkun, ódýr og einfaldur í framleiðslu og uppsetningu, og umfram allt öruggur. Byrjunarprófanir á búnaðinum lofa góðu og eru vinningshafar núna að vinna að markaðssetningu líflínunnar og að finna framleiðsluaðila.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024