Keflvíkingur á bresku leiksviði
Leikritið Fiðrildið eftir Anton Tsjekhov var frumsýnt í Barons Court leikhúsinu í London í gærkvöldi. Sigurður Eyberg, úr Keflavík, fer með eitt aðalhlutverkið.Sigurður lauk prófi frá breska leiklistarskólanum East 15 í vor en þar hefur hann stundað nám undanfarin 3 ár. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hann leikur á sviði því á meðan náminu stóð lék hann með litlum farandleikhópi. Sá hópur var verðlaunaður á Edinborgarhátíðinni í fyrra fyrir bestu leiksýninguna utan hins hefðbundna ramma.