Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keflvíkingur á 195 km. hraða í Öxnadalnum
Sunnudagur 16. júní 2002 kl. 16:06

Keflvíkingur á 195 km. hraða í Öxnadalnum

Keflvískur ökumaður var einn tekinn á 195 km hraða í Öxnadalnum við Akureyri um tvöleytið aðfararnótt laugardags. Var hann sviptur ökuréttindum á staðnum. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er maðurinn á þrítugsaldri.Ökumaðurinn var á 105 km. hraða yfir leyfilegum hámarkshraða á íslenskum vegum og ekki þarf að taka fram að lítið þarf að bregða útaf svo alvarlegt slys hljótist af akstri sem þessum. Miðað við skekkju í hraðamælum bifreiða má gera ráð fyrir að hraðamælir ökutækis mannsins úr Keflavík hafi sýnt yfir 200 km. hraða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024