Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 3. ágúst 2000 kl. 11:13

Keflvíkingar sigruðu á sumarmótinu

Keflvíkingar báru sigurorð af gestgjöfunum í úrslitaleik Opna sumarmóts Vals að Hlíðarenda á sunnudaginn. Eftir að hafa tapað öllum 3 leikjum sínum í undanriðlinum, tóku þeir sig til og unnu Hauka 60-51 í undanúrslitum, en Haukar voru ósigraðir í undankeppninni. Þar með voru Keflvíkingar komnir í úrslitaleikinn í mótinu, því leikskipulagið var þannig að lið 1, eftir undankeppnina, spilaði við lið 4 í undanúrslitum og lið 2 spilaði við lið 3. Lið 2 var UMFG, en Valur hafði hafnað í þriðja sæti eftir undankeppnina, sem var spiluð 22, 23 og 29 júlí. Valur sigraði Grindavík óvænt, 74-66 til að komast í úrslitaleikinn, en beið lægri hlut fyrir Keflavík 76-71. Mest munaði um Ameríkufarann og landsliðsmanninn Fannar Ólafsson, en hann skoraði 51 stig á sunnudaginn í leikjunum tveimur. Keflvíkingar áttu sigurinn skilið og voru vel að sigurverðlaununum komnir, en þau voru matur fyrir leikmenn og maka/vini á veitingahúsinu Ruby Tuesday, sem var styrkjandi mótsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024