Keflvíkingar með nýjan baráttusöng
Strákarnir í Keflavíkurliðinu standa í ströngu þessa dagana enda er barist hart á öllum vígstöðvum í körfunni. Fyrir utan venjulegu mótin hér heima eru þeir í Evrópubikarnum og leika á morgun sinn annan leik í keppninni.
Þeir gáfu sér þó tíma til að setjast inn í hljóðver Geimsteins og tóku þar upp nýjasta baráttusönginn.
Lagið er „lauslega byggt“ á slagaranum Walk this Way með Aerosmith og Run DMC og á án nokkurs vafa eftir að hljóma hátt í Sláturhúsinu á morgun þegar strákarnir takast á við góðkunningja sína í CAB Madeira.
VF-mynd/Þorgils
Þeir gáfu sér þó tíma til að setjast inn í hljóðver Geimsteins og tóku þar upp nýjasta baráttusönginn.
Lagið er „lauslega byggt“ á slagaranum Walk this Way með Aerosmith og Run DMC og á án nokkurs vafa eftir að hljóma hátt í Sláturhúsinu á morgun þegar strákarnir takast á við góðkunningja sína í CAB Madeira.
VF-mynd/Þorgils