Keflvíkingar enn á toppnum
				
				Keflvíkingar halda toppsætinu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir að hafa sigrað Tindastól á útivelli 63:79.Leikurinn var jafn til að byrja með og staðan í hálfleik var 27:33. Í seinni hálfleik tóku Keflvíkingar völdin og náðu góðu forskoti sem þeir héldu út allan leikinn. Bestur í liði Keflvíkinga var Jón N. Hafsteinsson með 16 stig, 10 fráköst og 6 stolna bolta. Damon var einnig góður en hann skoraði 20 stig. Allir leikmenn Keflvíkinga voru tilbúnir í þennan leik og áttu þeir allir sinn þátt í þessum frækna sigri sem heldur Keflvíkingum á toppnum. 
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				