Keflvíkingar "einoka" sjálfstæðisfélagið á Bifröst
 Aðalfundur Miðgarðs - Félags Sjálfstæðismanna á Bifröst var haldinn nýverið. Sérstakir gestir fundarins voru Borgar Þór Einarsson, formaður SUS  og Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar. Helsta mál á dagskrá var kjör stjórnar og var Arnar Már Frímannsson  kjörinn formaður félagsins, Arnar er þriðji Keflvíkingurinn í röð sem að gegnir formennsku í félaginu. Á undan honum gengdu þeir Heiðar Lár Halldórsson og Guðmundur J. Árnason formennsku.
Aðalfundur Miðgarðs - Félags Sjálfstæðismanna á Bifröst var haldinn nýverið. Sérstakir gestir fundarins voru Borgar Þór Einarsson, formaður SUS  og Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar. Helsta mál á dagskrá var kjör stjórnar og var Arnar Már Frímannsson  kjörinn formaður félagsins, Arnar er þriðji Keflvíkingurinn í röð sem að gegnir formennsku í félaginu. Á undan honum gengdu þeir Heiðar Lár Halldórsson og Guðmundur J. Árnason formennsku.Ný kjörin stjórn félagsins er eftirfarandi:
Formaður: Arnar Már Frímannsson
Varaformaður: Hlöðver Ingi Gunnarsson
Gjaldkeri: Inga Kristín Kjartansdóttir
Ritari: Elísa Björk Jónsdóttir
Meðstjórnandi: Bergþóra Rúnarsdóttir
Meðstjórnandi: Rakel Jóna Guðmundsdóttir
Meðstjórnandi: Atli Már Gylfason
Varastjórn:
Þorvaldur Hjaltason
Jóhann Sigurleifsson
María Einarsdóttir
Eyþór Theodórsson
Einnig var annar Keflvíkingur, Georg Brynjarsson, kjörinn í Háskólaráð Háskólans á Bifröst.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				