Keflvíkingar Bikarmeistarar 2004
Keflavík tryggði sér bikarmeistaratitil KSÍ með því að leggja KA í úrslitum á Laugardalsvelli fyrr í dag, 3-0.
Þórarinn Kristjánsson skoraði fyrstu tvö mörkin í fyrri hálfleik, það fyrra úr vítaspyrnu á 10. mín og það seinna á 26. mín eftir frábæra sókn.
KA menn máttu sín lítils í leiknum og úrslitin voru löngu ráðin þegar varamaðurinn Hörður Sveinsson rak síðasta naglann í kistu þeirra með þriðja markinu þegar venjulegum leiktíma var lokið.
Stuðningsmenn Keflavíkur fjölmenntu á völlinn og má með sanni segja að stemmningin hafi ekki verið meiri á Keflavíkurleik í háa herrans tíð.
Sigurvegararnir verða hylltir á móttökuhátíð fyrir utan SpKef klukkan 18.
Nánari fréttir innan tíðar...
VF-mynd/Hilmar Bragi
Þórarinn Kristjánsson skoraði fyrstu tvö mörkin í fyrri hálfleik, það fyrra úr vítaspyrnu á 10. mín og það seinna á 26. mín eftir frábæra sókn.
KA menn máttu sín lítils í leiknum og úrslitin voru löngu ráðin þegar varamaðurinn Hörður Sveinsson rak síðasta naglann í kistu þeirra með þriðja markinu þegar venjulegum leiktíma var lokið.
Stuðningsmenn Keflavíkur fjölmenntu á völlinn og má með sanni segja að stemmningin hafi ekki verið meiri á Keflavíkurleik í háa herrans tíð.
Sigurvegararnir verða hylltir á móttökuhátíð fyrir utan SpKef klukkan 18.
Nánari fréttir innan tíðar...
VF-mynd/Hilmar Bragi