Keflavíkurvöllur hlýtur nafn Sparisjóðsins
Knattspyrnudeild Keflavíkur skrifaði í gær undir styrktarsamning við Sparisjóðinn í Keflavík, en í honum felst m.a. að SpKef verður, eins og mörg síðustu ár, aðalstyrktaraðili deildarinnar og með jafnvel enn veglegri hætti en síðustu ár.
Á meðal þess sem um er getið í samningnum sem Rúnar Arnarsson, fráfarandi formaður deildarinnar, og Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri, undirrituðu er að á samningstímanum mun Keflavíkurvöllur ganga undir nafninu Sparisjóðsvöllurinn í Keflavík.
Mærðu þeir Rúnar og Geirmundur báðir samstarfið sem hefur að þeirra sögn verið afar ánægjulegt í gegnum árin og spáðu því að svo yrði um ókomna tíð.
Uppfært: Það skal tekið fram að knattspyrnuvöllurinn í Sandgerði ber einnig nafn Sparisjóðsins.
VF-mynd/Þorgils