Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keflavíkurvöllur fær hæstu einkunn
Föstudagur 20. september 2013 kl. 12:40

Keflavíkurvöllur fær hæstu einkunn

Ráðstefna mannvirkjanefnda Norðurlandanna var haldin hér á landi fyrir nokkru og var hluti af dagskrá ráðstefnunnar að heimsækja knattspyrnuvelli og fræðast um ástand og uppbyggingu þeirra. Af því tilefni kom hópurinn í heimsókn á Nettóvöllinn í Keflavík og skoðaði ástand hans ásamt því að fá fræðslu um uppbyggingu og  aðferðir sem notaðar voru þegar völlurinn var enduruppbyggður árið  2010. Völlurinn fékk hæstu einkunn í þessari úttekt og hrifust fundarmenn mjög af uppbyggingu og gæðum vallarins.

Mannvirkjanefnd KSÍ er stjórn KSÍ og aðildarfélögum sambandsins til ráðgjafar um knattspyrnumannvirki. Nefndin annast flokkun knattspyrnuvalla og gerir tillögur til stjórnar KSÍ um veitingu keppnisleyfa fyrir leikvelli.

Nettóvöllurinn í Keflavík hefur fengið afar jákvæða dóma frá eftirlitsaðilum KSÍ í sumar og ítrekað fengið mat uppá „frammúrskarandi“ ástand, sem er einkar jákvætt sérstaklega þar sem veðuraðstæður hafa verið einstaklega óhagstæðar.

Knattspyrnudeild Keflavíkur sér um rekstur vallarins samkvæmt samningi við Íþrótta-og  tómstundasvið  Reykjanesbæjar  og  í vor var samið við sérlegan ráðgjafa, Lauftækni, til að vera ráðgefandi og  eftirlitsaðili með viðhaldsframkvæmdum á vellinum.

Með svona dómum og úttektum má glöggt sjá að ráðgjafasamningurinn, ásamt góðu starfi vallarstjórans Sævars Leifssonar og hans starfsmanna er að skila sér með beinum hætti.

Íþrótta- og  tómstundasvið  Reykjanesbæjar óskar viðkomandi aðilum til hamingju með þennan góða árangur og jákvæðu umsögn fagaðila, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024