Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keflavíkurverktakar hf. eru og verða áfram öflugt fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli
Föstudagur 27. september 2002 kl. 11:30

Keflavíkurverktakar hf. eru og verða áfram öflugt fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli

Nokkur umræða hefur spunnist hér á svæðinu um verklegar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli og þá einkum vegna þess að nú tekur annað félag en Keflavíkurverktakar hf. við umfangsmiklum þjónustusamningi, sem Varnarliðið bauð út snemma á þessu ári.Samningurinn er um viðhald á íbúðarhúsnæði varnarliðsmanna.Keflavíkurverktakar hf. hafa haft þennan samning með höndum mörg undanfarin ár og hafa rösklega þrjátíu starfsmenn unnið við samninginn, sem hefur af þessum sökum verið sagt upp störfum. Róbert Trausti Árnason forstjóri Keflavíkurverktaka hf. hefur sent Víkurfréttum eftirfarandi greinargerð.
Félagið hefur eins og kunnugt er sagt upp all mörgum starfsmönnum undanfarið. Samkeppni er nú um verk á flugvellinum.Aðlögun að þessu breyttu umhverfi er óhjákvæmileg.En að lokinni könnun á verkefnastöðunni og vinnuaflsþörf mun félagið án efa enn á ný leita eftir hæfu fólki hér á svæðinu til starfa fyrir félagið á Keflavíkurflugvelli.


Félagið hefur að undangengnum útboðum undanfarna mánuði fengið sextán ný verkefni fyrir Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, sem þegar hefur verið hafist handa við að vinna eða þá að framkvæmdir hefjast við síðar á árinu og á næsta ári, 2003 og sum dreifast á næstu ár þar á eftir. Er hér um að ræða nokkuð upphæðir og eru sum verkanna umfangsmikil og kalla því á töluverðan mannafla þegar hafist verður handa við framkvæmdir.


Keflavíkurverktakar hf. eru því og verða hér eftir sem hingað til öflugt félag á Keflavíkurflugvelli og umfangsmikill vinnuveitandi á Suðurnesjum. Flestir birgjar félagsins eru með útibú á Suðurnesjum og eru aðföng að öllu jöfnu keypt af þeim en ekki innfrá. Þá leitar félagið mikið til undirverktaka á Suðurnesjum en ekki inneftir. Þá er félagið stór stofnfjáreigandi í Sparisjóðnum og á hlutafé í öðrum félögum, sem hafa aðsetur og umsvif á Suðurnesjum en ekki innfrá.


Félagið er því enn sem fyrr með öflugustu fyrirtækjum á Suðurnesjum og reyndar í kjördæminu öllu.Rétt er að horfa til þessara staðreynda þegar hér á svæðinu er rætt er um þær ráðstafanir, sem félagið hefur gripið til svo það geti mætt samkeppninni innan að, sem nú er svo til alsráðandi um allar framkvæmdir hér.


Keflavíkurverktakar hf. hafa sótt inn á þá markaði innfrá þar sem samkeppnisaðilar þeirra hafa einráðir haft mikil umsvif undnfarin ár án þess að félagið veitti þeim þar samkeppni. Hefur félagið haft erindi sem erfiði innfrá og er nú að vinna verk utan Suðurnesja og hefur þar með sýnt og sannað að að félagið á erindi inn á þessa markaði. Samtals eru þetta fjögur verkefni sem nú er unnið við og senn hefjast framkvæmdir við það fimmta innfrá sem verður umfangsmikið verk. Tæknideild félagsins býður nú í fjölmörg verk, sem fara í útboð hjá einakaðilum, ríki og sveitafélögum enda er eftir miklu að sækjast hér á landi á næstu árum.


Virðingarfyllst,
Róbert Trausti Árnason forstjóri Keflavíkurverktaka hf.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024