Keflavíkurverktakar fyrsta félagið á nýjum tilboðsmarkaði Verðbréfaþings
Keflavíkurverktakar eru fyrsta félagið á nýjum Tilboðsmarkaði Verðbréfaþings Íslands sem opnaði formlega í dag. „Þetta er traustvekjandi aðgerð fyrir markaðinn og vonandi fyrir Keflavíkurverktaka líka“, sagði Róbert Trausti Árnason, forstjóri Kefavíkurverktaka við formlega undirskrift skráningarsamnings á Grand hotel síðdegis í gær.
Finnur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaþings sagði að með þessum nýja Tilboðsmarkaði vildi þingið auka þjónustu við markaðsaðila með því að bjóða fyrirtækjum og fjárfestum upp á nýjan valkost.
Tilboðsmarkaður Verðbréfaþings er vettvangur viðskipta með bréf í fyrirtækjum sem eru í örum vexti, ung að árum eða telja skráningu í kauphöll ekki tímabæra. Markaðurinn veitir fyrirtækjum aðgang að fjármagni, bæði almennra fjárfesta og lífeyris- og verðbréfasjóða. Tilboðsmarkaðurinn er skipulegur markaður þar sem kröfur um upplýsingagjöf eru svipaðar og gerðar eru til félaga á Aðal- og Vaxtarlista í dag. Viðskiptin munu fara fram í viðskiptakerfi Verðbréfaþings og sýnileiki markaðarins verður sá sami og á Aðal- og Vaxtarlista Verðbréfaþings.
Ekki urðu nein viðskipti á fyrsta degi markaðarins með bréf í Keflavíkurverktökum. Kauptilboð bárust á genginu 3.0 til 3,2 en sölutilboðin voru frá 3,8 upp í 4,2 sem gerir svokallað miðgildi 3,45. Miðað við ársreikninga félagsins sem samþykktir voru fyrir stuttu var sölugengi áætlað 3,8.
Finnur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaþings sagði að með þessum nýja Tilboðsmarkaði vildi þingið auka þjónustu við markaðsaðila með því að bjóða fyrirtækjum og fjárfestum upp á nýjan valkost.
Tilboðsmarkaður Verðbréfaþings er vettvangur viðskipta með bréf í fyrirtækjum sem eru í örum vexti, ung að árum eða telja skráningu í kauphöll ekki tímabæra. Markaðurinn veitir fyrirtækjum aðgang að fjármagni, bæði almennra fjárfesta og lífeyris- og verðbréfasjóða. Tilboðsmarkaðurinn er skipulegur markaður þar sem kröfur um upplýsingagjöf eru svipaðar og gerðar eru til félaga á Aðal- og Vaxtarlista í dag. Viðskiptin munu fara fram í viðskiptakerfi Verðbréfaþings og sýnileiki markaðarins verður sá sami og á Aðal- og Vaxtarlista Verðbréfaþings.
Ekki urðu nein viðskipti á fyrsta degi markaðarins með bréf í Keflavíkurverktökum. Kauptilboð bárust á genginu 3.0 til 3,2 en sölutilboðin voru frá 3,8 upp í 4,2 sem gerir svokallað miðgildi 3,45. Miðað við ársreikninga félagsins sem samþykktir voru fyrir stuttu var sölugengi áætlað 3,8.