Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 15. maí 2001 kl. 15:59

Keflavíkurverktakar fyrsta félagið á nýjum tilboðsmarkaði Verðbréfaþings

Keflavíkurverktakar eru fyrsta félagið á nýjum Tilboðsmarkaði Verðbréfaþings Íslands sem opnaði formlega í dag. „Þetta er traustvekjandi aðgerð fyrir markaðinn og vonandi fyrir Keflavíkurverktaka líka“, sagði Róbert Trausti Árnason, forstjóri Kefavíkurverktaka við formlega undirskrift skráningarsamnings á Grand hotel síðdegis í gær.
Finnur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaþings sagði að með þessum nýja Tilboðsmarkaði vildi þingið auka þjónustu við markaðsaðila með því að bjóða fyrirtækjum og fjárfestum upp á nýjan valkost.
Tilboðsmarkaður Verðbréfaþings er vettvangur viðskipta með bréf í fyrirtækjum sem eru í örum vexti, ung að árum eða telja skráningu í kauphöll ekki tímabæra. Markaðurinn veitir fyrirtækjum aðgang að fjármagni, bæði almennra fjárfesta og lífeyris- og verðbréfasjóða. Tilboðsmarkaðurinn er skipulegur markaður þar sem kröfur um upplýsingagjöf eru svipaðar og gerðar eru til félaga á Aðal- og Vaxtarlista í dag. Viðskiptin munu fara fram í viðskiptakerfi Verðbréfaþings og sýnileiki markaðarins verður sá sami og á Aðal- og Vaxtarlista Verðbréfaþings.
Ekki urðu nein viðskipti á fyrsta degi markaðarins með bréf í Keflavíkurverktökum. Kauptilboð bárust á genginu 3.0 til 3,2 en sölutilboðin voru frá 3,8 upp í 4,2 sem gerir svokallað miðgildi 3,45. Miðað við ársreikninga félagsins sem samþykktir voru fyrir stuttu var sölugengi áætlað 3,8.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024