Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Keflavíkurverktakar byggja verslunarmiðstöð á Fitjum
Fimmtudagur 13. maí 2004 kl. 10:47

Keflavíkurverktakar byggja verslunarmiðstöð á Fitjum

Ný 3000 fermetra verslunar- og þjónustumiðstöð verður reist við Stapabraut í Reykjanesbæ, ofan nýs Tjarnarhverfis í Innri-Njarðvík við hlið Kaffitárs. Bygging verslunarmiðstöðvarinnar er í höndum Keflavíkurverktaka. Viðræður standa yfir við nokkra aðila sem hafa hug á að vera með verslanir í verslunarmiðstöðinni.

Að sögn Einars Waldorffs forstöðumanns markaðssviðs Keflavíkurverktaka er unnið að hönnun hússins en ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvenær framkvæmdir hefjast. „Það hefur verið tekin ákvörðun um að byggja verslunarmiðstöðina og teljum við staðsetningu hennar vera mjög ákjósanlega til að þjónusta þann mikla fjölda ferðamanna sem leið eiga um svæðið og einnig til að þjónusta nálæga byggð,“ sagði Einar í samtali við Víkurfréttir.

Hönnun verslunarmiðstöðvarinnar er í höndum Alark-arkitekta ehf.

Tölvumyndir af verslunar- og þjónustumiðstöðinni sem ber vinnuheitið Kaupbætir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024