Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 10. júní 2003 kl. 19:40

Keflavíkurstöðin: Fær bréf Davíðs á morgun

Svar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra við bréfi sem Bush sendi Davíð í síðustu viku vegna varnarsamstarfsins verður afhent háttsettum embættismann í öryggisráði Hvíta hússins fyrir hádegi á morgun.Elizabeth Jones, aðstoðarráðherra í bandaríska utanríkisráðuneytinu, afhenti Davíð bréfið frá Bush á fundi ráðherrabústaðnum á fimmtudaginn í síðustu viku. Í því kemur fram áhugi BNA-manna á því að nýjar leiðir verði farnar til að tryggja varnir Íslands og jafnframt er íslenskum stjórnvöldum þakkaður stuðningur þeirra við innrásina í Írak.

Ekki fengust upplýsingar um efni bréfsins frá Davíð en utanríkisráðherra sagði eftir fundinn í ráðherrabústaðnum að í svarinu myndi koma fram hvernig Íslendingar vildu haga viðræðum þjóðanna um endurnýjun varnarsamningsins.


Rúv greindi frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024