Keflavíkurprestakall: Þjóðkirkjufélögum fækkar um 208 milli ára
Félögum í þjóðkirkjunni fækkaði um 208 í Keflavíkurprestakalli á síðasta ári miðað við árið á undan, eða úr 7216 niður í 7008, samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Árið 2004 voru þjóðkirkjufélagar í Keflavíkurprestakalli 7272 talsins þannig að þeim hefur stöðugt fækkað síðustu þrjú árin.
Líklegt má telja að fækkunina á síðasta ári megi að einhverju leyti rekja til þeirra hörðu deilna sem urðu við ráðningu nýs sóknarprests í Keflavík þegar sóknarnefnd ákvað að ganga fram hjá sitjandi presti og aðstoðarpresti til margra ára en hann var einn umsækjenda.
Í Njarðvíkurprestakalli fjölgaði hins vegar félögum í þjóðkirkjunni á milli ára, voru 3216 á síðasta ári en 2943 árið á undan.
Samkvæmt samantekt Hagstofunnar hefur félögum í þjóðkirkjunni fækkað jafnt og þétt á landsvísu frá árinu 1991. Samhliða hefur talsverð fjölgun orðið í fríkirkjusöfnuðunum. Þá hefur þeim fjölgað sem kjósa að standa utan trúfélaga.
Líklegt má telja að fækkunina á síðasta ári megi að einhverju leyti rekja til þeirra hörðu deilna sem urðu við ráðningu nýs sóknarprests í Keflavík þegar sóknarnefnd ákvað að ganga fram hjá sitjandi presti og aðstoðarpresti til margra ára en hann var einn umsækjenda.
Í Njarðvíkurprestakalli fjölgaði hins vegar félögum í þjóðkirkjunni á milli ára, voru 3216 á síðasta ári en 2943 árið á undan.
Samkvæmt samantekt Hagstofunnar hefur félögum í þjóðkirkjunni fækkað jafnt og þétt á landsvísu frá árinu 1991. Samhliða hefur talsverð fjölgun orðið í fríkirkjusöfnuðunum. Þá hefur þeim fjölgað sem kjósa að standa utan trúfélaga.