Keflavíkurmyndir frá 1960 til 1970 óskast
Víkurfréttir leita að myndum frá Keflavík á árunum 1960 til 1970 til að nota í myndskreytingu á verkefni sem unnið er að. Nú er leitað til lesenda með það hvort þeir eigi ekki í fórum sínum myndir sem passað geta við eftir farandi lýsingar. Þetta eru myndir sem liggja í gömlum myndamöppum. Þeir sem eiga myndir og vilja leyfa okkur afnot af þeim eru hvattir til að hafa samband við Hilmar Braga hjá Víkurfréttum í síma 421 0002 eða með tölvupósti á [email protected] fyrir lok þessa mánaðar. Víkurfréttir munu bjóða upp á aðstoð við að skanna myndirnar inn.
Myndir sem vantar frá árunum 1960-70 eru:
-Skátaskemmtun í Félagsbíó.
-Malargötur í Keflavík / pissubíllinn.
-Sparisjóðurinn á Suðurgötu, sá gamli rauði.
-Kröfuganga 1.maí á Hafnargötu Keflavík.
-Leikfélag Keflavíkur, gömul leiksviðsmynd frá þessum árum, sviðsleikrit frá fyrstu árum félagsins.
-Götumynd úr hverfinu Háholti og þar uppfrá.
-Gömul mynd af kofum eða smíðahverfi eins og Keflavíkurbær bauð börnum upp á.
-Hestastóð eða kindahjörð í lausagöngu í bænum okkar Keflavík.
-Allskonar hljómsveitir eða Hljómar að spila í Krossinum.
-JO „kanabílnúmer“ á götu í Keflavík.
-„Kanaruslahaugarnir“ og/eða jólaleg mynd tengd kananum í Keflavík.
-Gömlu stóru stál-ruslatunnurnar sem voru í Keflavík.
-Ljósmynd úr gömlu kartöflugörðunum í Keflavík úti í Gróf.
-Sláturgerð í heimahúsi.
-Mynd úr berjamó.
-Gömul skólamynd af Myllubakkaskóla / Barnaskóla Keflavíkur.
-UNGÓ, gamla félagsheimilið Hafnargötu.
-Sundhöll Keflavíkur, gamla laugin frá árunum 1960-70.
-Jólatrésskemmtun frá þessum árum.
-Tónlistarskóli Keflavíkur á árunum 1960-70.