Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keflavíkurmyndir frá 1960 til 1970 óskast
Leitað er að gömlum myndum frá Keflavík frá árunum 1960 til 70. Þessi er hins vegar tekin eftir þann tíma.
Mánudagur 24. september 2012 kl. 13:22

Keflavíkurmyndir frá 1960 til 1970 óskast

Víkurfréttir leita að myndum frá Keflavík á árunum 1960 til 1970 til að nota í myndskreytingu á verkefni sem unnið er að. Nú er leitað til lesenda með það hvort þeir eigi ekki í fórum sínum myndir sem passað geta við eftir farandi lýsingar. Þetta eru myndir sem liggja í gömlum myndamöppum. Þeir sem eiga myndir og vilja leyfa okkur afnot af þeim eru hvattir til að hafa samband við Hilmar Braga hjá Víkurfréttum í síma 421 0002 eða með tölvupósti á [email protected] fyrir lok þessa mánaðar. Víkurfréttir munu bjóða upp á aðstoð við að skanna myndirnar inn.

Myndir sem vantar frá árunum 1960-70 eru:

-Skátaskemmtun í Félagsbíó.

-Malargötur í Keflavík / pissubíllinn.

-Sparisjóðurinn á Suðurgötu, sá gamli rauði.

-Kröfuganga 1.maí á Hafnargötu Keflavík.

-Leikfélag Keflavíkur, gömul leiksviðsmynd frá þessum árum, sviðsleikrit frá fyrstu árum félagsins.

-Götumynd úr hverfinu Háholti og þar uppfrá.

-Gömul mynd af kofum eða smíðahverfi eins og Keflavíkurbær bauð börnum upp á.

-Hestastóð eða kindahjörð í lausagöngu í bænum okkar Keflavík.

-Allskonar hljómsveitir eða Hljómar að spila í Krossinum.

-JO „kanabílnúmer“ á götu í Keflavík.

-„Kanaruslahaugarnir“ og/eða jólaleg mynd tengd kananum í Keflavík.

-Gömlu stóru stál-ruslatunnurnar sem voru í Keflavík.

-Ljósmynd úr gömlu kartöflugörðunum í Keflavík úti í Gróf.

-Sláturgerð í heimahúsi.

-Mynd úr berjamó.

-Gömul skólamynd af Myllubakkaskóla / Barnaskóla Keflavíkur.

-UNGÓ, gamla félagsheimilið Hafnargötu.

-Sundhöll Keflavíkur, gamla laugin frá árunum 1960-70.

-Jólatrésskemmtun frá þessum árum.

-Tónlistarskóli Keflavíkur á árunum 1960-70.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024