Keflavíkurlögreglan kynnir sér byltingu í hraðamælingum
Lögreglubifreið frá Ríkislögreglustjóra hefur verið notuð við hraðamælingur hjá lögreglunni í Keflavík í rúma viku. Bifreið þessi er búin ratsjá með upptökubúnaði fyrir hljóð og mynd sem er algjör bylting við hraðamælingar og vinnslu annarra umferðarlagabrota. Gefur hann þann möguleika að nægjanlegt er að einn lögreglumaður sé í lögreglubifreið við hraðamælingar og annað umferðareftirlit. Í náinni framtíð munu allar lögreglubifreiðar verða með þennan búnað innanborðs. Það sem af er hafa 53 ökumenn verið kærðir fyrir hraðakstur með þessari nýju ratsjá.