Keflavíkurkarfan krefst bóta
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur krefst þess að henni verði bætt upp það áralanga ójafnræði sem hún telur að hafi ríkt í húsnæðismálum á milli félaganna í Reykjanesbæ.
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur bendir á að Njarðvík hefur haft afnot af Þórustíg 3, sem er í eigu Reykjanesbæjar.
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar mun skoða málið við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.