Keflavíkurgangan á morgun
Þverpólitísk Keflavíkurganga verður farin á morgun frá Vogaafleggjara kl. 11:30 og verða gengnir 10 kílómetrar að Kúagerði þar sem samstöðufundur verður haldinn kl. 14:00. Undirbúningshópur Keflavíkurgöngunnar krefst þess að stjórnvöld gangi í takt og mæti hópnum á miðri leið. Hópurinn vill koma af stað vitundarvakningu um stöðu atvinnumála á Suðurnesja. Þar eru í dag 1600 manns án atvinnu.
Rútuferðir að Vogaafleggjara verða frá öllum sveitarfélögum klukkan ellefu og þeir sem ekki treysta sér til að ganga geta áfram setið í rútum eða komið á bílum og mun bílalest fylgja göngunni.
Veður horfur fyrir morgun daginn eru súld með köflum en mild veður og síðan bjart að mestu Suðvestanlands.
Stutt ávarp verður kl. 14:00 í gryfjunni í Kúagerði. Þar munu forsvarsmenn allra stjórnmálaflokka mæta okkur á miðri leið og taka við áskorun okkar. Rútuferðir að Vogaafleggjara verða frá öllum sveitarfélögum kl. 11 og þeir sem ekki treysta sér til að ganga geta áfram setið í rútum eða komið á bílum og mun bílalest fylgja göngunni. Hægt verður að komast inn í gönguna hvenær og hvar sem er á meðan á göngunni stendur. Einnig verður hægt að keyra beint að vegamótum inn á Vatnsleysuströnd og aka afleggjarann að Keili, að fundarstað.
Ýmsar upplýsingar:
- Gangan er fyrir alla Suðurnesjamenn á öllum aldri. Fjölskyldufólk mæti með alla fjölskylduna.
- Rútuferðir. Lagt verður af stað kl. 11 frá:
- Garði (Pósthús)
- Sandgerði (Bensínstöðin)
- Reykjanesbæ (Reykjaneshöllinn)
- Grindavík (Festi)
- Ásbrú (Keilir)
- Gangan leggur af stað kl. 11:30 frá Vogaafleggjara
- Gengnir um 10 km að Kúagerði
- Rútur og bílar fylgja göngunni fyrir þá sem ekki ganga
- Stuttur fundur í gryfjunni í Kúagerði sem hefst kl. 14:00
- Dagskrá fundarins er stutt og samanstendur af ávarpi fulltrúa atvinnulausra á Suðurnesjum, tónlist og afhendingu áskorunar
- Fundurinn er haldinn í samráði við lögreglu., Lögð verður áhersla á að loka ekki Reykjanesbraut þar sem einungis önnur akreinin í norður verður lokuð í þágu göngunnar.