Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keflavíkurgangan á morgun
Laugardagur 7. nóvember 2009 kl. 13:51

Keflavíkurgangan á morgun


Þverpólitísk Keflavíkurganga verður farin á morgun frá Vogaafleggjara kl. 11:30 og verða gengnir 10 kílómetrar að Kúagerði þar sem samstöðufundur verður haldinn kl. 14:00. Undirbúningshópur Keflavíkurgöngunnar krefst þess að stjórnvöld gangi í takt og mæti hópnum á miðri leið. Hópurinn vill koma af stað vitundarvakningu um stöðu atvinnumála á Suðurnesja. Þar eru í dag 1600 manns án atvinnu.

Rútuferðir að Vogaafleggjara verða frá öllum sveitarfélögum klukkan ellefu og þeir sem ekki treysta sér til að ganga geta áfram setið í rútum eða komið á bílum og mun bílalest fylgja göngunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veður horfur fyrir morgun daginn eru súld með köflum en mild veður og síðan bjart að mestu Suðvestanlands.

Stutt ávarp verður kl. 14:00 í gryfjunni í Kúagerði. Þar munu forsvarsmenn allra stjórnmálaflokka mæta okkur á miðri leið og taka við áskorun okkar. Rútuferðir að Vogaafleggjara verða frá öllum sveitarfélögum kl. 11 og þeir sem ekki treysta sér til að ganga geta áfram setið í rútum eða komið á bílum og mun bílalest fylgja göngunni. Hægt verður að komast inn í gönguna hvenær og hvar sem er á meðan á göngunni stendur. Einnig verður hægt að keyra beint að vegamótum inn á Vatnsleysuströnd og aka afleggjarann að Keili, að fundarstað.


Ýmsar upplýsingar:

- Gangan er fyrir alla Suðurnesjamenn á öllum aldri. Fjölskyldufólk mæti með alla fjölskylduna.
- Rútuferðir. Lagt verður af stað kl. 11 frá:
- Garði (Pósthús)
- Sandgerði (Bensínstöðin)
- Reykjanesbæ (Reykjaneshöllinn)
- Grindavík (Festi)
- Ásbrú (Keilir)
- Gangan leggur af stað kl. 11:30 frá Vogaafleggjara
- Gengnir um 10 km að Kúagerði
- Rútur og bílar fylgja göngunni fyrir þá sem ekki ganga
- Stuttur fundur í gryfjunni í Kúagerði sem hefst kl. 14:00
- Dagskrá fundarins er stutt og samanstendur af ávarpi fulltrúa atvinnulausra á Suðurnesjum, tónlist og afhendingu áskorunar
- Fundurinn er haldinn í samráði við lögreglu., Lögð verður áhersla á að loka ekki Reykjanesbraut þar sem einungis önnur akreinin í norður verður lokuð í þágu göngunnar.