Keflavíkurganga með kröfu um atvinnu strax
Þverpólitískur hópur fólks úr öllum flokkum hefur komið saman til fundar á Suðurnesjum til að undirbúa Keflavíkurgönguna 2009. Þar verður krafan "Atvinnu strax!". Hugmyndin um svokallaða öfuga Keflavíkurgöngu, sem yrði farin frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur, kom fram á borgarafundi um atvinnumál, sem haldinn var í Reykjanesbæ fyrir hálfum mánuði.
Síðan þá hefur hugmyndinni vaxið fiskur um hrygg og nú er ákveðið að fara Keflavíkurgönguna 2009 sunnudaginn 8. nóvember nk. kl. 11:00. Á kröfuspjöldum verður ekkert um Ísland úr Nató, heldur verður krafan um atvinnu strax.
Hópur er að verða til á Facebook.com um málefnið og er hann á meðfylgjandi slóð.