Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Keflavíkurflugvöllur styrkir stöðu sína í fremstu röð
Föstudagur 11. september 2009 kl. 13:40

Keflavíkurflugvöllur styrkir stöðu sína í fremstu röð


Þjónusta við farþega á Keflavíkurflugvelli er fyrsta flokks að mati farþega sem völdu hann annan besta flugvöll í Evrópu á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Alþjóðasamtök flugvallarekenda, Airports Council International, standa fyrir ítarlegustu þjónustukönnun flugfarþega á helstu flugvöllum heims og var Keflavíkurflugvöllur valinn þriðja besta flughöfn í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi og var í fjórða sæti fyrir allt árið í fyrra.

Þjónustukönnun ACI er gerð á um 130 flugvöllum um allan heim. Farþegar svara spurningum um gæði rúmlega 30 þjónustuþátta og niðurstöður eru birtar ársfjórðungslega og heildarárangur árlega.

Keflavíkurflugvöllur hefur um allangt skeið verið í fremstu röð flugvalla í Evrópu í könnuninni og hafnaði nú í öðru sæti en var í þriðja sæti á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Humbersideflugvöllur í Bretlandi er í fyrsta sæti að þessu sinni en hann er í fyrsta sinn með í könnuninni. Hálf milljón farþega fer um flugvöllinn árlega en tæpar tvær milljónir um Keflavíkurflugvöll og munar einungis 0,16 stigum af 5 mögulegum á flugvöllunum i þjónustukönnun ACI.  Árangurinn nú er sá besti sem Keflavíkurflugvöllur hefur náð og nokkuð betri en árangur Portoflugvallar í Portúgal og Zurichflugvallar í Sviss sem vermt hafa tvö efstu sætin undanfarin ár.

Keflavíkurflugvöllur var einnig í fyrsta sæti evrópskra flughafna í nokkrum þjónustuflokkum á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, í þriðja sæti í heildaránægju farþega og áttunda besta flughöfn í heimi í flokki með færri en 5 milljónir farþega.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Frá Leifsstöð.

Frétt af http://www.kefairport.is/