Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keflavíkurflugvöllur sjöunda stærsta flughöfn Norðurlanda
Þriðjudagur 12. janúar 2016 kl. 11:38

Keflavíkurflugvöllur sjöunda stærsta flughöfn Norðurlanda

Færist upp um tvö sæti

Keflavíkurflugvöllur er nú sjöunda stærsta flughöfn Norðurlanda. Þar með hefur flugstöðin tekið framúr flugstöðvunum í Þrándheimi og Stavanger sem voru ofar á þessum lista í fyrra en Keflavíkurflugvöllur var þá í níunda sæti.

Í fyrra fjölgaði farþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um fjórðung og voru þeir nærri 4,9 milljónir. Á sama tíma fækkaði farþegum lítillega í Þrándheimi og Stavanger og voru um 4,5 milljónir á báðum völlum. Frá þessu er greint á vefsíðu Túrista.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fimmta sætið að ári?
Forsvarsmenn Keflavíkurflugvallar áætla að 6,25 milljónir farþega fari um flugstöðina á næsta ári og ef það gengur eftir gæti íslenski flugvöllurinn komist enn ofar á lista á næsta ári. 

Sjá lista hér að neðan:

Stærstu norrænu flughafnirnar (m.v. farþegafjölda 2015):
Kaupmannahafnarflugvöllur (26milljónir farþega*)
Óslóarflugvöllur (24,7 milljónir)
Arlanda í Stokkhólmi (23,2 milljónir)
Vantaa í Helsinki (16milljónir*)
Landvetter í Gautaborg (6,2 milljónir)
Flesland í Bergen (6 milljónir)
Keflavíkurflugvöllur (4,9 milljónir)
Sola í Stavanger (4,5 milljónir)
Værnes í Þrándheimi (4,4 milljónir)
Billund (3 milljónir*)