Keflavíkurflugvöllur ohf. sameinist Flugstoðum
Keflavíkurflugvöllur ohf. hefur tekið við rekstri Keflavíkurflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Félagið var stofnað til að annast rekstur, viðhald og uppbyggingu flugvallarins og flugstöðvarinnar. Félagið annast einnig flugleiðsöguþjónustu og þjónustu við flugrekendur, rekstur verslana og aðra starfsemi auk þess að sjá um hagnýtingu flugvallarins í þágu öryggis- og varnarmála.
Tímamótunum var fagnað í flugstöðinni nú eftir áramótin og við það tækifæri tókum við Kristján Möller, samgönguráðherra, tali en fyrirtækið heyrir undir hans ráðuneyti.
Og Kristján sér fyrir sér stækkun fyrirtækisins með frekari sameiningum og þá við Flugstoðir.