Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 23. ágúst 2002 kl. 10:41

Keflavíkurflugvöllur lokaðist fram á nótt

Keflavíkurflugvöllur lokaðist í gærkvöldi vegna veðurs þar sem mikill hliðarvindur kom í veg fyrir að vélar gætu lent á vellinum. Þá er önnur aðalflugbraut vallarins lokuð vegna viðgerða. Völlurinn var lokaður fram á nótt, þegar veðrið gekk aðeins niður.Tveimur flugvélum sem áttu að koma til Keflavíkur í gærkvöldi var vísað frá og ein vél varð að lenda á Egilsstöðum. Engin röskun varð á Ameríkuflugi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024