KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Í REYKJAVÍK
Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar lýsir furðu sinni á nafngift FlugleiðaÁ nýrri heimasíðu Flugleiða notar fyrirtækið heitið „Reykjavík International Airport“ í stað „Keflavík International Airport“. Markaðs- og atvinnuráð Reykjanesbæjar fundaði um málið miðvikudaginn 1. desember og lýsti furðu sinni á þessari nafngift Flugleiða. Ráðið krefst þess að samgönguráðuneytið beiti sér fyrir því að þessi nafnabreyting verði afturkölluð, félaginu gerð grein fyrir hvert rétt nafn flugvallarins er og Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar verði skýrt frá niðurstöðunni.