Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keflavíkurflugvöllur: Gæti orðið óstarfhæfur
Fimmtudagur 23. mars 2006 kl. 10:55

Keflavíkurflugvöllur: Gæti orðið óstarfhæfur

Keflavíkurflugvöllur gæti orðið sambandslaus og óstarfhæfur vegna flutnings Bandaríkjahers, þetta segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, við RÚV í dag.

Guðmundur hefur það eftir rafiðnaðarmönnum að verið sé að fjarlægja og pakka niður búnaði og því óvíst um hvort raf- og símkerfi á Keflavíkurflugvelli verði virkt eftir brotthvarf hersins.

Í fréttinni á RÚV segir einnig:

Guðmundur segir að svo virðist sem stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir vandanum. Rafmagns- og fjarskiptakerfi hersins nái yfir allan flugvöllinn og verði þau fjarlægð fari allur flugvöllurinn úr sambandi.

Guðmundur segir jafnframt að Rafiðnarsamband Íslands hafi verulegar áhyggjur af starfsfólki varnarliðsins. Íslensk stjórnvöld þurfi að sjá til þess að það geti staðið upp frá vinnu með fullri reisn. 

www.ruv.is

Ekki náðist í Flugvallarstjóra sökum fundarhalda í Reykjavík en frekari frétta af málinu er að vænta síðar í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024