Keflavíkurflugvöllur: Fyrstu eignirnar auglýstar til sölu
Fyrstu eignir Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar voru auglýstar til sölu fyrir helgi. Um er að ræða 24 eignir sem eru annað hvort verkstæðishúsnæði eða skemmur og vöruhús.
Stærsta eignin er 2876 m2 og er verðlögð á 148 milljónir króna. Aðrar eru minni, allt frá um 300 m2 og er verð á eignunum frá tæpum 18 milljónum.
Í auglýsingunni segri að Þróunarfélagið muni helst horfa til kaupverðs og tilhögunar á greiðslu þegar tilboðin verða metin. Þó mun félagið einnig taka tillit til hugmynda bjóðenda um nýtingu fasteignanna og þeim áhrifum sem sú nýting gæti haft á eftirspurn eftir öðrum eignum.
Eignirnar eru til sýnis frá og með deginum í dag og verða seldar frá og með mánudeginum 28. mars.
Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Þróunarfélagsins www.kadeco.is
Neðri myndin er úr auglýsingunni og sýnir hvaða byggingar er um að ræða.