Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keflavíkurflugvöllur fimmti stærstur á Norðurlöndum
Mánudagur 16. janúar 2017 kl. 10:10

Keflavíkurflugvöllur fimmti stærstur á Norðurlöndum

Flugstöð Leifs Eiríkssonar er nú í fimmta sæti yfir fjölförnustu flughafnir á Norðurlöndum og er hástökkvarinn á listanum þriðja árið í röð. Breytingin milli ára var mest á Keflavíkurflugvelli eða rúm 40% en um 6,8 milljónir farþega fóru um völlinn. Túristi.is greinir frá. 

Árið 2014 fór farþegafjöldinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fram úr umferðinni á Billund á Jótlandi og Bromma í Stokkhólmi. Þar með komst sá íslenski á lista yfir 10 fjölförnustu flugvelli Norðurlanda. Árið 2015 fór Keflavíkurflugvöllur upp um tvö sæti þegar farþegar þar voru fleiri en í Þrándheimi og Stavanger í Noregi. Þessi öri vöxtur hélt áfram í fyrra og þriðja árið í röð var íslenska flughöfnin hástökkvarinn á norræna listanum og fór upp fyrir næststærstu flugvelli Svíþjóðar og Noregs, þ.e.a.s. Landvetter í Gautaborg og Flesland í Bergen. Listann á sjá hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024