Keflavíkurflugvelli lokað - flugvél snerist í lendingu vegna hálku
Keflavíkurflugvelli hefur verið lokað tímabundið vegna Falcon 2000 flugvélar sem er út á miðri flugbraut með tvö sprungin dekk. Vélin snerist í lendingu og lenti þversum á flugbrautinni. Bremsuskilyrði þar eru slæm vegna hálku.
Einhvern tíma mun taka að opna flugvöllinn en á meðan bíða tvær flugvélar lendingar. Vélin er á braut 1129 þar sem hin flugbrautin var lokuð vegna hálku.
Myndirnar eru frá vettvangi í dag - VFmyndir/Hilmar Bragi.