Keflavíkurdóttirin Ragga Holm í Víkurfréttum vikunnar
Rappsveitin Reykjavíkurdætur voru eitt þeirra atriða sem kepptu til úrslita um framlag Íslendinga til Eurovision sem haldið verður á Ítalíu í ár. Valið endaði á milli þeirra og Með hækkandi sól sem stóðu að lokum uppi sem sigurvegari Söngvakeppninnar. Reykjavíkurdætur stefna á að túra mikið erlendis í sumar en Keflavíkurdóttirin Ragnhildur Holm er ein af bandinu. Hún er í viðtali í Víkurfréttum vikunnar.
Pílan á upp á pallborðið hjá Grindvíkingum og í blaði vikunnar tökum við púlsins á þessari skemmtilegu íþrótt. Pílunni verður einnig gerð skil í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld.
Í Sandgerðisskóla var sett upp leikritið Áfram Latibær. Við kíktum á sýningu á verkinu og gerum því skil í blaði vikunnar. Einnig verður innslag í Suðurnesjamagasíni þar sem rætt er við leikara og leikstjóra.
Við kíktum í Keili sem fagnar 15 ára afmæli um þessar mundir. Fastir liðir eru á sínum stað, unga fólkið svarar áhugaverðum spurningum, aflafréttir og skemmtileg teikning frá Díserlu.
Víkurfréttir má nálgast í rafrænni útgáfu hér að neðan en prentaðri útgáfu blaðsins verður dreift á alla okkar dreifingarstaði á Suðurnesjum á miðvikudagsmorgun.