Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keflavík plokkar fimmta árið í röð
Fimmtudagur 26. apríl 2018 kl. 12:54

Keflavík plokkar fimmta árið í röð

- Umhverfisdagur Keflavíkur var í gær

Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur efndi til umhverfisdags í gær en markmið félagsins er að vel sé gengið um keppnissvæði og nærumhverfi félagsins, að þau svæði séu ætíð snyrtileg og félaginu til sóma. Í gær komu yfir eitt hundrað manns og plokkuðu rusl í kringum íþróttahúsin, keppnisvöllinn og æfingarsvæðin þar sem

Keflavík keppir og stundar sínar æfingar. Mikið rusl var á svæðinu í ár og skipti það tugum kílóa sem stjórnarfólk, iðkendur, foreldrar og aðrir velunnar félagsins tíndu.
Eftir tínslu var boðið upp á hamborgara og gosdrykki en formaður félagsins ásamt aðalstjórnarmönnum sáu um að grilla hátt í eitt hundrað og fimmtíu hamborgara fyrir þá sem tóku þátt. Fleiri myndir frá deginum má finna á heimasíðu Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024