Keflavík og Njarðvík töpuðu bæði
Suðurnesjaliðin Keflavík og Njarðvík töpuðu bæði í Inkasso-deildinni i knattspyrnu í kvöld. Keflavík tapaði öðrum leiknum í röð á heimavelli en Njarðvík mátti lúta í gras gegn Magna á Grenivík.
Keflvíkingar byrjuðu þó með látum gegn Þrótti Reykavík og á 6. mínútu skoraði Adam ÆgirPálsson eftir sendingu frá Adam Árna Róbertssyni. Gestirnir skoruðu síðan þrjú mörk í síðari hálfleik á tuttugu mínútum og bítlabæjarliðið tapaði aftur á heimamvelli.
Njarðvíkingar komust yfir á 37. mínútu fyrir norðan þegar Andri Fannar Freysson skoraði úr víti. Heimamenn svöruðu með þremur mörkum. Mark Andra Gíslasonar á 75. mín. dugði skammt fyrir Njarðvíkinga sem töpuðu fyrir næst neðsta liði deildarinnar sem hafði ekki unnið leik.
Keflvíkingar eiga leik inni gegn Völsungi á Ólafsvík en honum var frestað um síðustu helgi. Leikurinn fer fram fyrir vestan á þjóðhátíðardaginn 17. júní.