Keflavík gæti tengst Íraksinnrás
Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að menn þurfi ekki að velkjast í vafa um að aðstaða yrði veitt í Keflavík ef ráðist yrði á Írak í umboði Sameinuðu þjóðanna. Hann ítrekaði á Alþingi í gær að ekki væri hægt að útiloka beitingu hervalds gegn Íraksstjórn.Í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær um afstöðu Íslands til mögulegra hernaðaraðgerða í Írak áréttaði Davíð Oddsson, forsætisráðherra og starfandi utanríkisráðherra, þá afstöðu íslenskra stjórnvalda að hernaðaraðgerðir gegn Írak verði undir merkjum Sameinuðu þjóðanna eða á grundvelli ályktana þeirra. Hann útilokar ekki stuðning við hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og stuðningsþjóða þeirra gegn Írak , enda væri þá verið að framfylgja ályktunum SÞ.
Málshefjandi, Steingrímur J.Sigfússon, formaður vinstri-grænna, var ósáttur við svör ráðherra um stefnu íslenskra stjórnvalda, en hvað varðar eitt atriði fékkst alveg skýrt svar: Ísland gæti tengst með beinum hætti innrás í Írak.
Byggt á frétt Ríkisútvarpsins.
Málshefjandi, Steingrímur J.Sigfússon, formaður vinstri-grænna, var ósáttur við svör ráðherra um stefnu íslenskra stjórnvalda, en hvað varðar eitt atriði fékkst alveg skýrt svar: Ísland gæti tengst með beinum hætti innrás í Írak.
Byggt á frétt Ríkisútvarpsins.