Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keflavík er frábært pleis!
Þriðjudagur 11. júní 2013 kl. 07:36

Keflavík er frábært pleis!

Svo segir poppspekingurinn og þúsundþjalasmiðurinn Dr. Gunni í nýjustu færslunni á bloggsíðu sinni. Þar fjallar doktorinn sem heitir réttu nafni Gunnar Hjálmarsson um Bítlabæinn Keflavík og nýafstaðna tónlistarhátíð  sem að hans mati tókst ekki sérlega vel. Hann segir í færslunni að skipuleggjendur Keflavík Music Festival virðast hafa ætlað sér um of og einfaldlega ekki ráðið við allt saman. Gunnar tekur upp hanskann fyrir Keflavík en honum finnst sem margir landsmenn hafi dregið þá ályktun að Keflavík sé ömurlegt pleis, eins og hann orðar það.

„Nokkuð hefur borið á að fólk yfirfæri Þórðargleði sína yfir mistökum Óla og félaga yfir á Keflavík sem heild og dragi þá ályktun að Keflavík sé ömurlegt pleis með eintómum slefandi fávitum. Jafnvel að þetta sé menningarsnauð eyðimörk þar sem white trash í náttbuxum vafrar um strætin í lyfjamóki leitandi að slagsmálum. Ég er þessu algjörlega ósammála því ekki er Kef bara fæðingarstaður íslenska rokksins heldur líka íslenska raggí-sins (Hljómar – Hjálmar). Mér finnst alltaf jafn gaman að koma í bæinn,“ segir Gunnar í bloggfærslunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lesa má færsluna í heild sinni hérna.