Kef-Flugvöllur: Slökkviliðsmenn hætta í ágúst
Útlit er fyrir að Keflavíkurflugvöllur lokist frá og með fyrsta ágúst, þegar slökkviliðið þar verður óstarfhæft.
Ástæðan er að Flugmálastjórn á Vellinum hefur sagt upp samningum við slökkviliðsmennina um tuttugu klukkustunda fasta yfirvinnu á mánuði fyrir ýmis viðhaldsstörf á tækjum og húsnæði. Þetta kemur fram á Vísi.is í dag.
Samkvæmt lögfræðiáliti sem slökkviliðsmenn hafa aflað sér er vinnuveitanda óheimilt að segja upp hluta af kjarasamningi og því samþykkti fundur starfsmannafélags slökkviliðsins að líta á þetta sem uppsögn kjarasamningsins í heild og að slökkviliðsmenn muni ganga út fyrsta ágúst.