Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kaupþing lokar útibúinu í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 19. nóvember 2009 kl. 10:59

Kaupþing lokar útibúinu í Reykjanesbæ

Kaupþing lokar útibúi sínu í Reykjanesbæ frá og með 7. desember nk. og sameinar það útibúinu í Hafnarfirði.


Að undanförnu hefur Nýi Kaupþing banki leitað leiða til að hagræða í rekstri sínum vegna krafna um hagræðingu í íslenska bankakerfinu. Liður í þeim aðgerðum eru breytingar í útibúaneti bankans. Útibú verða sameinuð og afgreiðslutími annarra styttur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Starfsemi útibús bankans á Akranesi sameinast útibúinu í Mosfellsbæ, útibú bankans í Reykjanesbæ sameinast útibúinu í Hafnarfirði og afgreiðslan á Hofsósi sameinast útibúinu á Sauðárkróki. Afgreiðslutími í útibúum bankans í Grundarfirði, í Vík og á Kirkjubæjarklaustri styttist og verður frá klukkan 12:30 til 16:00.
Þessar breytingar taka gildi mánudaginn 7. desember næstkomandi.


Í þessum hagræðingaraðgerðum er leitast við að finna sem flestum önnur störf í bankanum og er uppsögnum haldið í algjöru lágmarki.


Starfsfólk Nýja Kaupþings leggur áherslu á að breytingarnar hafi sem minnst óþægindi í för með sér fyrir viðskiptavini. Banka- og reikningsnúmer haldast óbreytt sem og númer á debet-, tékka- og sparnaðarreikningum, segir á vef Kaupþings.