Kaupir Iðnó og Sólsetrið
Í dag taka eigendur Glóðarinnar, þeir Ásbjörn Pálsson, matreiðslumaður, Bjarni Sigurðsson, matreiðslumeistari og Bjarni Gunnólfsson, framleiðslumaður við rekstri Sólsetursins og Café Iðnó. Þeir hyggjast gera nokkrar áherslubreytingar á rekstri staðanna.Iðnó verður breytt í notalegt kaffihús þar sem boðið verður upp á ódýrar veitingar, s.s. smárétti, kökur og smurbrauð. Sérréttamatseðill, A La Carte, verður síðan tekinn inn á haustdögum á Sólsetrinu.Þrátt fyrir þessar breytingar mun Glóðin halda sínu striki, að sögn Ásbjarnar. Boðið er upp á fjölbreytt hlaðborð fyrir hópa eftir pöntunum og einnig er kominn nýr og girnilegur matseðill með ýmsum klassískum réttum. Börnin gleymast heldur ekki á Glóðinni en fyrir þau er sérstakur barnamatseðill og allir krakkar fá sérstök verðlaun eftir matinn.