Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kaupið Neyðarkallinn í ykkar heimabæ
Fimmtudagur 3. nóvember 2011 kl. 11:50

Kaupið Neyðarkallinn í ykkar heimabæ

Neyðarkall björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður seldur um land allt nú um helgina (3.-6. nóvember). Salan hefst í dag, fimmtudag. Er þetta í sjötta sinn sem þessi fjáröflun fer fram og er hún orðin ein sú mikilvægasta fyrir björgunarsveitir landsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mikilvægt er að þeir sem ætla að kaupa Neyðarkallinn átti sig á því að þeir styrkja björgunarsveitirnar í sinni heimabyggð með því að kaupa Neyðarkallinn í sínum heimabæ. Þeir sem kaupa Neyðarkallinn í Reykjanesbæ, styðja björgunarsveitina þar, þeir sem kaupa í Garði styrkja sveitina í Garði og svo framvegis.

Afar mikilvægt er að vel takist til með söluna í ár þar sem björgunarsveitir hafa ekki farið varhluta af þeim tekjusamdrætti sem orðið hefur víðast hvar í þjóðfélaginu undanfarin ár. Á sama tíma hafa verkefnin verið ærin.

Þrjú eldgos sem eru með stærri aðgerðum björgunarsveita frá stofnun þeirra og mikil aukning í ferðamennsku eru meðal þeirra aðstæðna sem hafa valdið sífellt fleiri útköllum sjálfboðaliðanna í sveitunum.