KAUPFÉLAGIÐ BREYTIR REKSTRINUM Í HLUTAFÉLAG
Veruleg tímamót urðu hjá Kaupfélagi Suðurnesja nú um áramótin þegar verslanir og kjötvinnsla félagsins runnu inn í sérstakt hlutafélag, Samkaup hf. „Þetta gerir okkur tilbúin inn í nýja öld og er beint framhald af ýmsum breytingum hjá félaginu undanfarin ár“, sagði Guðjón Stefánsson, kaupfélagsstjóri í samtali við Víkurfréttir.