Kaupa rafstöð og tengibúnað í Voga
Viðbragðsáætlanir Sveitarfélagsins Voga hafa verið yfirfarnar í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi. Lagt var til á síðasta fundi bæjarráðs í Vogum að fjárfest verði í varaflstöð og tengibúnaði. Kostnaðarmat nemur um sex milljónum króna. Lagt er til að aukinni fjárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.