Kaupa litla stúku fyrir Nettóvöllinn vestan Reykjaneshallar
Hugmyndir um frágang á Nettóvelli vestan Reykjaneshallar voru kynntar á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar. Gert er ráð fyrir að kaupa varamannaskýli, markatöflu, og litla stúku sem rúmar 300 manns. Íþrótta- og tómstundaráð felur starfsfólki ráðsins að halda áfram með verkefnið í samstarfi við umhverfissvið.