Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kaupa líkamsræktartæki fyrir 36 milljónir króna
Frá framkvæmdum við íþróttamiðstöðina í Garði.
Þriðjudagur 9. desember 2014 kl. 08:55

Kaupa líkamsræktartæki fyrir 36 milljónir króna

– í íþróttamiðstöðina í Garði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt samhljóða tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2014. Tillagan felur í sér að kaupa á líkamsræktartækjum fyrir íþróttamiðstöð verði færð til eignar á árinu 2014 og sem skammtímaskuld, þar sem umsamið er að greiðsla komi til í janúar 2015. Fjárhæðin er 36 milljónir króna.

Framkvæmdir við stækkun Íþróttamiðstöðvarinnar í Garði ganga samkvæmt áætlun en gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki um miðjan janúar á næsta ári. Það er í samræmi við upphaflega áætlun en Jón Ben Einarsson skipulags-og byggingafulltrúi mætti til fundar bæjarráðs Garðs í síðustu viku og kynnti framkvæmdina. Þar kom fram að framkvæmdin hófst átta vikum frá upphaflegri áætlun og því hafa Bragi Guðmundsson og hans smiðir og undirverktakar unnið um næstum tveggja mánaða töf. Hún varð vegna þess að Bragi var m.a. að ljúka stóru verki fyrir Nesfisk í Garði og allir smiðir uppteknir þá við það verkefni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024