Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kaupa hraðamyndavél og vilja aukið eftirlit lögreglu í Vogum
Þriðjudagur 30. apríl 2019 kl. 09:35

Kaupa hraðamyndavél og vilja aukið eftirlit lögreglu í Vogum

Sveitarfélagið Vogar hefur samþykkt að festa kaup á nýrri færanlegri hraðamyndavél sem sett verður upp í sveitarfélaginu. Ráðist er í kaupin í framhaldi af hraðamælingum í Vogum í marsmánuði en niðurstaða þeirra mælinga er óásættanlegur hraðakstur í sveitarfélaginu þar sem meðalhraði var langt yfir leyfilegum hámarkshraða.
 
„Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leiti kaupin á færanlegu tæki og felur bæjarstjóra að gera viðauka fyrir næsta fund bæjarráðs.
 
Í ljósi framlagðra gagna um hraðakstur, fer bæjarráð fram á aukinn sýnileika og eftirlit lögreglu með hraðakstri í Sveitarfélaginu Vogum,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024