Kaupa ekki fasteign í Aragerði
Á fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga í janúar var borin upp tillaga þess efnis að kannað yrði með kaup á íbúðarhúsi því sem stendur í Aragerði, sem nú er til sölu. Var lagt til að kannað yrði hvort húsið gæti nýst sem fræðasetur og menningarmiðstöð. Tillögunni var vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð hefur nú fjallað um málið og komist að þeirri niðurstöðu, að falla frá hugmyndum um kaup á fasteigninni. Ekkert verður því af þessum áformum nú.