Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kaupa eignir af Fasteign fyrir milljarð
Miðvikudagur 12. nóvember 2014 kl. 10:03

Kaupa eignir af Fasteign fyrir milljarð

Sandgerðisbær endurheimtir Íþróttamiðstöð og skólabyggingu

Á fundi bæjarstjórnar Sandgerðis á dögunum var samþykkt að kaupa upp þær eignir í Sandgerði sem eftir voru í Eignarhaldsfélaginu Fasteign. Kaupin eru að stærstum hluta fjármögnuð með láni frá Íslandsbanka að upphæð einn milljarð króna. Þegar kaupin ganga í gegn síðar í mánuðinum verður Sandgerðisbær ekki lengur aðili að Fasteign, þar sem allar eignir í Sandgerði sem voru í eigu félagsins komast nú í eigu bæjarfélagsins.

Eignirnar sem um ræðir eru Íþróttamiðstöð Sandgerðisbæjar og eldri bygging Grunnskóla Sandgerðis. Í fundargerð segir að bæjarstjórn Sandgerðisbæjar fagni því að Íþróttamiðstöðin og eldri hluti Grunnskólans séu á ný í eigu bæjarfélagsins. Þar með sé lokaáfanga markmiða sem sett voru um endurskipulagningu skulda og skuldbindinga náð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024